Monday, September 22, 2008

Skrapp

Skrappprinsessan hún Kristín Viðja.
Þessi fékk önnur verðlaun í LO keppni í Ölver.





Við Inga og Kristín Viðja fórum í Ölver með skrappgrúppunni minni. Við fórum e. vinnu á fimmtudaginn og komum heim á sunnudaginn. Það var alveg frábært að komast og skrappa í góðra kvenna hópi. Ég hef ekki verið afkastamikil og var þetta góð lota. Gerði 5 síður (sem telst nú ekki mikið ) og var alsæl með afköstin. Gyða Björg og mamma voru með krakkaskottin á Stokkseyri því Venni var í L0ndon. Set með myndir af síðunum mínum.

Tuesday, August 19, 2008

Hér kemur nýjasta barnabarnið. Kristín Viðja Vernharðsdóttir. Hún fæddist 24 júlí. Hún er þvílík dásemd (eins og öll hin) að ömmuhjartað er alveg að springa.
Mér tókst loks að gera kort sem ég er sæmilega ánægð með. Er að æfa mig að nota prismalitina mína. Þeir eru æðislegir og ég kann vel við þá. Þarf bara meiri æfingu


Thursday, July 24, 2008

Og hópurinn stækkar

Það fæddist lítil prinsessa í nótt. Hún heitir Kristín Viðja Vernharðsdóttir og var um 15 merkur og 50 cm. Ég er ekki búin að sjá hana en stefni á austurferð um helgina.
Óli, Vala og Davíð Leó eru flutt á Keili. Óli er að fara í skólann og þau eru búin að fá íbúð. Ég fer í heimsókn til þeirra anna kvöld og fæ þá að knúsa litla karl. Læt hér fylgja mynd sem var tekin af hópnum mínum 31. maí í veislunni hans Davíðs Leó





Saturday, July 12, 2008

Gyða og Loftur stúdentar


Þá er elsku besta prinsessan mín hún Gyða Björg orðin stútent. Hún og Loftur voru að útskrifast frá Menntaskólanum Hraðbraut í dag. Elsku Gyða mín innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga. Og þú Loftur minn líka. Læt fylgja myndir af þeim sem teknar voru í Bústaðakirkju e. útskriftina





Wednesday, July 9, 2008

Ég er nú ekki sú duglegasta að koma einhverju á blað. En hér eru stóru stykkin mín sem ég hef sauma á einu ári. Ég byrjaði á því fyrsta í maí ´07 og lauk því síðasta um svipað leiti ´08.

Ég er líka búin að sauma ýmis smástykki sem ég er ekki með á þessum myndum.













Friday, May 30, 2008

Leikur

Ég tók þátt í "pinkeep" skiptum sem er leikur hjá allt í kross.
Ég saumaði þennann og fór með til hennar Rósu Tom.
Það var afskaplega gaman að sauma þetta munstu og setja saman



Þetta er það sem ég fékk frá henni Aiste í leiknum. Ég er alsæl með það sem hún gerði fyrir mig.
Heil tvö stykki og færði mér blóm með. Takk fyrir mig Aiste.









Wednesday, March 26, 2008

Skærapúðar (Sissorsfob)

Ég er búin að vera að sauma skærapúða að undaförnu. Hér eru myndir af þeim sem ég er búin að sauma. Er reyndar búin að gefa einn sem er eins og sá til hægri á myndinni







Sunday, March 23, 2008

Krosssaumur

Áskorun:
Það er búið að vera að skora á mig að ramma inn eitthvað af þessum stykkjum sem ég er að sauma. Lét ramma þessa inn. Hún er gjöf til vinkonu minnar. Vonandi verður stutt í að næsta verði römmuð inn







Kort











Ég hef aðeins verið að dunda mér í kortagerð. Ekki eru nú afköstin til að hrópa húrra yfir en þetta er gaman.

Læt fylgja nokkrar myndir.
Kveðja
Bubba











Skírn



Gleðilega páska.

Lilja Sóley var skírð í gær. Haldin var stór veisla í sveitinni hjá mömmu. Þvílík kjarnakona að standa í þessu. Siggi, Kata og Gyða (sem naut dyggrar aðstoðar Lofts) bökuðu (Kata var með heita rétti) fyrir veisluna og þvílíkar krásir, ég held að það hafi sko allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Held að hátt í 60 manns hafi verið í veislunni.
Veðrið var ákjósanlegt og færðin góð nema vorholurnar í sveitaveginum. Vona að bílnum mínum hafi ekki orðið meint af.
Takk Siggi, Soffía og ekki síst mamma fyrir frábæra veislu


Tuesday, February 5, 2008

Davíð Leó

Hér eru barnabörnin fjögur

Lilja Sóley með Gyðu langömmu





Hann Davíð Leó kom í heiminn í morgun kl. 11.07. Hann var tekin með keisara því Vala var með meðgöngueitrun. Hann var 1580gr. Ég fór að sjá þau og Vala mín er svolítið eftir sig. En Davíð Leó er í hitakassa. Óli minn er svoo stoltur pabbi.

Svo nú eru barnabörnin orðin fimm.


Wednesday, January 23, 2008

Lilja Sóley

Litla prinsessan hjá ömmu sinni. Hún er nefnd Lilja Sóley. Þau komu heim um kvöldmataleitið. Hún er svo vær og yndisleg.

Tuesday, January 22, 2008

Amma.

Þá er lítil dama komin í heiminn. Fæddist 22. janúar kl. 19,27. Öllum heilsast vel og dveljast í Hreiðrinu í nótt. Áætlunin er að þau komi heim á morgum og fær þá amman að knúsa þá litlu. Gyða frænka og Loftur fengu að heimsækja þau í kvöld . Ég var á skrapphittingi og var mjög gaman að fara að hittast aftur eftir jólin. Reyni að komast í mynd af litlu fjölskyldunni og setja hérna.

Thursday, January 17, 2008


Það hefur verið nóg að gera hjá mér. Það er von á þremur barnabörnum á árinu. Allir strákarnir eiga von á barni.
Siggi og Soffía giftu sig hjá fógeta 9. janúar.
Svo er bara að fara að undirbúa komu fyrista barnsins á þessu ári því að Soffía er sett á 1. febrúar.

Sunday, January 13, 2008

að byrja


Ég hef nú aldrei prófað að blogga áður einusinni er allt fyrst.

Ég ætlaði að taka þátt í leik sem Linda setti inn á bloggið sitt http://litlaskvis.wordpress.com/2008/01/08/pif-pay-it-forward/ en til þess þarf ég að vera með blogg.

Svo hér kemur ástæða þess að ég ætla að reyna að blogga í framtíðinni.


The first five of you that leave a comment here on this post requesting to participate will receive a handmade item from me. I will send it to you sometime this year In return, you will have to post in your blog that you are taking five names and you will gift those people in return. Interested?? Then leave a comment with your e-mail addy and I will contact you shortly!
I am so excited, this will be my first PIF and I can’t wait! I love making stuff for people. First come, first served. Please sign up!


Svo koma stelpur og vera með


Kveðja

Bubba