Wednesday, January 23, 2008

Lilja Sóley

Litla prinsessan hjá ömmu sinni. Hún er nefnd Lilja Sóley. Þau komu heim um kvöldmataleitið. Hún er svo vær og yndisleg.

Tuesday, January 22, 2008

Amma.

Þá er lítil dama komin í heiminn. Fæddist 22. janúar kl. 19,27. Öllum heilsast vel og dveljast í Hreiðrinu í nótt. Áætlunin er að þau komi heim á morgum og fær þá amman að knúsa þá litlu. Gyða frænka og Loftur fengu að heimsækja þau í kvöld . Ég var á skrapphittingi og var mjög gaman að fara að hittast aftur eftir jólin. Reyni að komast í mynd af litlu fjölskyldunni og setja hérna.

Thursday, January 17, 2008


Það hefur verið nóg að gera hjá mér. Það er von á þremur barnabörnum á árinu. Allir strákarnir eiga von á barni.
Siggi og Soffía giftu sig hjá fógeta 9. janúar.
Svo er bara að fara að undirbúa komu fyrista barnsins á þessu ári því að Soffía er sett á 1. febrúar.

Sunday, January 13, 2008

að byrja


Ég hef nú aldrei prófað að blogga áður einusinni er allt fyrst.

Ég ætlaði að taka þátt í leik sem Linda setti inn á bloggið sitt http://litlaskvis.wordpress.com/2008/01/08/pif-pay-it-forward/ en til þess þarf ég að vera með blogg.

Svo hér kemur ástæða þess að ég ætla að reyna að blogga í framtíðinni.


The first five of you that leave a comment here on this post requesting to participate will receive a handmade item from me. I will send it to you sometime this year In return, you will have to post in your blog that you are taking five names and you will gift those people in return. Interested?? Then leave a comment with your e-mail addy and I will contact you shortly!
I am so excited, this will be my first PIF and I can’t wait! I love making stuff for people. First come, first served. Please sign up!


Svo koma stelpur og vera með


Kveðja

Bubba