Thursday, July 24, 2008

Og hópurinn stækkar

Það fæddist lítil prinsessa í nótt. Hún heitir Kristín Viðja Vernharðsdóttir og var um 15 merkur og 50 cm. Ég er ekki búin að sjá hana en stefni á austurferð um helgina.
Óli, Vala og Davíð Leó eru flutt á Keili. Óli er að fara í skólann og þau eru búin að fá íbúð. Ég fer í heimsókn til þeirra anna kvöld og fæ þá að knúsa litla karl. Læt hér fylgja mynd sem var tekin af hópnum mínum 31. maí í veislunni hans Davíðs Leó





Saturday, July 12, 2008

Gyða og Loftur stúdentar


Þá er elsku besta prinsessan mín hún Gyða Björg orðin stútent. Hún og Loftur voru að útskrifast frá Menntaskólanum Hraðbraut í dag. Elsku Gyða mín innilega til hamingju með þennan frábæra áfanga. Og þú Loftur minn líka. Læt fylgja myndir af þeim sem teknar voru í Bústaðakirkju e. útskriftina





Wednesday, July 9, 2008

Ég er nú ekki sú duglegasta að koma einhverju á blað. En hér eru stóru stykkin mín sem ég hef sauma á einu ári. Ég byrjaði á því fyrsta í maí ´07 og lauk því síðasta um svipað leiti ´08.

Ég er líka búin að sauma ýmis smástykki sem ég er ekki með á þessum myndum.